Óeðlilegt að blanda saman makríldeilunni og aðildarviðræðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. september 2012 15:30 Árni Þór Sigurðsson er formaður utanríkismálanefndar. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir takmörk fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem ríki Evrópusambandsins geta beitt Íslendinga. EES samningurinn og aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni tryggi það. Hann segir ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins í dag um að heimila viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum ekki koma á óvart miðað við það sem á undan var gengið. „Þetta er það sama og við vissum að myndi gerast þegar þingið var búið að samþykkja þessa reglugerð sín megin. Þá vissum við að hún færi fyrir ráðherraráðið og það myndi samþykkja fyrir sitt leyti að það væri hægt að beita þessum reglum," segir Árni Þór í samtali við Vísi. „Hins vegar sýnist mér við fljótan yfirlestur að þar séu ýmsir fyrirvarar í gangi svo sem að það verði að vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og gefa ríkjum kost á andmælarétti og öðru slíku. Þannig að mér sýnist að þetta sé nú ekki að bresta á á morgun eða hinn," segir Árni. Þá eigi alveg eftir að koma á óvart hversu langt menn muni ganga í viðskiptabanninu. Löndunarbann á makríl einum sér yrði innan allra heimilda. Árni Þór segir að ekki megi blanda saman aðildarviðræðum við Evrópusambandið og deilum vegna meðalgöngu þess í Icesave málinu og makríldeilunni, enda séu samskiptin við Evrópusambandið núna margvísleg. „Við erum náttúrlega með EES samninginn og menn geta þá spurt sig hvort þeir ætli að segja honum upp," segir Árni. Þá bendir hann á að Íslendingar eigi líka í miklum samskiptum við Noreg, sem deili líka við Ísland vegna makrílsins. „Ætla menn þá að hætta þeim samskiptum?" spyr Árni. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir takmörk fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem ríki Evrópusambandsins geta beitt Íslendinga. EES samningurinn og aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni tryggi það. Hann segir ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins í dag um að heimila viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum ekki koma á óvart miðað við það sem á undan var gengið. „Þetta er það sama og við vissum að myndi gerast þegar þingið var búið að samþykkja þessa reglugerð sín megin. Þá vissum við að hún færi fyrir ráðherraráðið og það myndi samþykkja fyrir sitt leyti að það væri hægt að beita þessum reglum," segir Árni Þór í samtali við Vísi. „Hins vegar sýnist mér við fljótan yfirlestur að þar séu ýmsir fyrirvarar í gangi svo sem að það verði að vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og gefa ríkjum kost á andmælarétti og öðru slíku. Þannig að mér sýnist að þetta sé nú ekki að bresta á á morgun eða hinn," segir Árni. Þá eigi alveg eftir að koma á óvart hversu langt menn muni ganga í viðskiptabanninu. Löndunarbann á makríl einum sér yrði innan allra heimilda. Árni Þór segir að ekki megi blanda saman aðildarviðræðum við Evrópusambandið og deilum vegna meðalgöngu þess í Icesave málinu og makríldeilunni, enda séu samskiptin við Evrópusambandið núna margvísleg. „Við erum náttúrlega með EES samninginn og menn geta þá spurt sig hvort þeir ætli að segja honum upp," segir Árni. Þá bendir hann á að Íslendingar eigi líka í miklum samskiptum við Noreg, sem deili líka við Ísland vegna makrílsins. „Ætla menn þá að hætta þeim samskiptum?" spyr Árni.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira