Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2012 06:30 Byggingin milli Þjóðarbókhlöðu og Hótel Sögu verður þrjár hæðir og hulin stálhjúp. Framkvæmdin á að fá alþjóðlega umhverfisvottun.Mynd/Hornsteinar "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira