Mannréttindastofnun verður komið á fót 17. desember 2012 06:30 Ögmundur Jónasson segist tilbúinn að skoða allar hugmyndir um form á nýju stofnuninni, meðal annars að byggja á Mannréttindaskrifstofu. Álfheiður Ingadóttir vill útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis. fréttablaðið/valli Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Sjálfstæðri mannréttindastofnun verður komið á fót snemma næsta ár, en unnið er að því hjá innanríkisráðuneytinu í samræmi við samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1993. Stofnunin á að hafa umboð fyrir öll mannréttindi og vera til fróðleiks en einnig að taka við kærum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir verið að vinna í því hvert form slíkrar stofnunar eigi að vera. Miklu máli skipti að stofnunin verði sjálfstæð og óháð stjórnvöldum. Til greina komi að byggja á Mannréttindaskrifstofu en einnig að setja nýja stofnun á laggirnar. Guðmundur Alfreðsson, sérfræðingur í þjóðarétti, sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði viljað sjá ákvæði um slíka stofnun í vinnu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann sér annmarka á því að byggja á mannréttindaskrifstofu, enda sé hún samtök félagasamtaka. Ríkið eigi ekki að taka slíka starfsemi yfir. „Það eiga að vera sjálfstæð félagasamtök í landinu og ef þau vilja reka svona skrifstofu þá eiga þau að reka hana og ríkið á ekki að reka hana.“ Álfheiður Ingadóttir, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að sú leið hafi verið farin í Noregi að útvíkka embætti Umboðsmanns Alþingis og gera úr því mannréttindastofnun. Sér hugnist sú leið vel, enda sé embætti hins íslenska umboðsmanns sniðið eftir því norska. Guðmundur segir það vera í samræmi við stefnu stjórnvalda að fækka stofnunum. Að sínu viti sé skynsamlegt að steypa saman umboðsmannaembættum, svo sem Alþingis og barna, og öllum þeim stofnunum sem koma að mannréttindamálum í eina sterka stofnun. Umboðsmaður Alþingis væri í forsvari hennar. „Mér finnst miklu nærtækara, frekar en að stofna eitt batteríið í viðbót, að þessum umboðsmannaembættum verði steypt saman og mynduð ein alvöru opinber stofnun. Hún á ekki að koma undir innanríkisráðuneytið, því svona stofnun á að vera sjálfstæð, eins og umboðsmaður Alþingis. Þá ætti hún að koma undir Alþingi en ekki undir tilskipunarvald ráðherra.“ Ögmundur segir að gott sé að fá hugmyndir um fyrirkomulag stofnunarinnar, enda hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Stofnunin verði til, hvert sem formið verði. „Þetta verður gert. Við þurfum að tryggja þetta samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ef við ætlum að teljast fullgild í hópi mannréttindaþjóða, sem við viljum vera.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira