Innlent

Síbrotamaður handtekinn eftir hótelþjófnaði

Maður var handtekinn í nótt, grunaður um ítrekaðan þjófnað, meðal annars frá gestum á hótelum í Reykjavík.

Nánari upplýsingar er ekki að hafa um málið nema hvað maðurinn er vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.

Þá voru þrír ökumenn teknir úr umferð, vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og einn til viðbótar, sem var ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×