Innlent

Framsóknarmenn vilja Fréttatímann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður hafa áhuga á Fréttatímanum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður hafa áhuga á Fréttatímanum.
Aðilar tengdir Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni hans, vilja kaupa vikublaðið Fréttatímann, að því er DV fullyrðir. Fullyrt er að menn tengdir útgáfufélagi Tímans, sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafi gert tvö tilboð í blaðið.

Vísað er í samtal DV við Helga Þorsteinsson, útgáfustjóra Tímans, frá því í síðasta mánuði. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," sagði hann þá.

DV fullyrðir jafnframt að Helgi hafi frest fram í miðjan ágúst til að klára fjármögnun á 70 milljóna króna kauptilboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×