Innlent

Þyrlan lögð af stað

BBI skrifar
Sinueldar. Menn glíma við eldinn með tiltækum ráðum.
Sinueldar. Menn glíma við eldinn með tiltækum ráðum. Mynd/Ómar Már
Þyrla Landhelgisgæslunnar er lögð af stað til Laugardals í Ísafjarðardjúpi til að aðstoða í glímunni við sinuelda sem logað hafa síðan á föstudag. Þyrlan komst ekki af stað fyrr en síðdegis þar sem þyrluflugmenn urðu að fá lögboðna hvíld eftir fyrra útkall áður en flogið var af stað að Ísafjarðardjúpi.

Að sögn starfsmanna gæslunnar er nú stutt í að þyrlan komi á staðinn og þá mun baráttan við eldana hefjast. Hún gæti tekið töluverðan tíma.

Nú er eldlínan orðin um tveggja kílómetra löng. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá grilli eða sígarettuglóð. Menn hafa barist við eldana frá því á föstudag. Í gær var á tímabili talið að tekist hefði að ráða niðurlögum eldsins, hann blossaði hins vegar upp aftur.

Hér má sjá nokkrar myndir sem Ómar Már Jónsson tók af eldunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×