Vill senda sundlaugarverði á námskeið BBI skrifar 8. ágúst 2012 22:15 Herdís Storgaard, forvarnarfulltrúi barna. Mynd/Stefán Gæsla á sundstöðum þarf að miðast við fjölda gesta en ekki stærð lauganna. Þetta segir Herdís Storgaard, forvarnarfulltrúi barna. Hún vill að sundlaugarverðir fái menntun og þurfi að sækja sérstakt námskeið til að verða sundlaugarverðir. Herdís segir að í gegnum tíðina hafi mikið verið unnið í þeim málaflokki sem snýr að slysum barna í sundlaugum. „Það hefur orðið mikil fækkun í drukknunarslysum barna í sundlaugum," segir hún en þykir miður að enn heyrist af tilvikum þar sem barn er hætt komið, líkt og gerðist síðasta föstudag þegar drengur barðist um undir vatnsborði í sundlaug í næstum þrjár mínútur. Herdís var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar veltir hún því fyrir sér hvort öryggiskerfið í sundlaugum sé nógu gott. „Það voru náttúrlega gestir sem fundu barnið í stað þess að það séu gæsluaðilar sem ráðnir eru til að gæta að sundlaugargestum," segir hún. Gæsla á sundstöðum þarf að hennar mati að miðast við fjölda gesta. „Ég myndi vilja sjá þetta eins og í Bretlandi. Þar hefur laugin bara leyfilegan fjölda gesta. Með hverjum 250 gestum er nýr laugarvörður kallaður til vinnu. Það segir sig sjálft að þegar eru margir gestir þá þurfa fleiri að vera á vakt," segir hún. Herdís vill sjá menntun fyrir sundlaugarverði. „Þeir hafa sjálfir óskað eftir því í mörg ár. Það eru til drög að námsskrá fyrir sundlaugarverði. Ég vil sjá það verða að veruleika í vetur,“ segir hún. Loks minnir hún á að þó gæsla í sundlaugum þurfi að vera pottþét beri foreldrar samt ábyrgð á börnum sínum. „Þegar börn eru ekki synd þá má bara ekki líta af þeim," segir hún og biður fólk að nota þá kúta og flotbúnað sem liggur frammi á sundstöðum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gæsla á sundstöðum þarf að miðast við fjölda gesta en ekki stærð lauganna. Þetta segir Herdís Storgaard, forvarnarfulltrúi barna. Hún vill að sundlaugarverðir fái menntun og þurfi að sækja sérstakt námskeið til að verða sundlaugarverðir. Herdís segir að í gegnum tíðina hafi mikið verið unnið í þeim málaflokki sem snýr að slysum barna í sundlaugum. „Það hefur orðið mikil fækkun í drukknunarslysum barna í sundlaugum," segir hún en þykir miður að enn heyrist af tilvikum þar sem barn er hætt komið, líkt og gerðist síðasta föstudag þegar drengur barðist um undir vatnsborði í sundlaug í næstum þrjár mínútur. Herdís var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Þar veltir hún því fyrir sér hvort öryggiskerfið í sundlaugum sé nógu gott. „Það voru náttúrlega gestir sem fundu barnið í stað þess að það séu gæsluaðilar sem ráðnir eru til að gæta að sundlaugargestum," segir hún. Gæsla á sundstöðum þarf að hennar mati að miðast við fjölda gesta. „Ég myndi vilja sjá þetta eins og í Bretlandi. Þar hefur laugin bara leyfilegan fjölda gesta. Með hverjum 250 gestum er nýr laugarvörður kallaður til vinnu. Það segir sig sjálft að þegar eru margir gestir þá þurfa fleiri að vera á vakt," segir hún. Herdís vill sjá menntun fyrir sundlaugarverði. „Þeir hafa sjálfir óskað eftir því í mörg ár. Það eru til drög að námsskrá fyrir sundlaugarverði. Ég vil sjá það verða að veruleika í vetur,“ segir hún. Loks minnir hún á að þó gæsla í sundlaugum þurfi að vera pottþét beri foreldrar samt ábyrgð á börnum sínum. „Þegar börn eru ekki synd þá má bara ekki líta af þeim," segir hún og biður fólk að nota þá kúta og flotbúnað sem liggur frammi á sundstöðum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira