Innlent

Vill fund vegna fjárframlaga til stjórnmálaflokka

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fái ríkisendurskoðenda á fund sinn hið fyrsta til að ræða fjárframlög fyrirtækja sem telja má tengda aðila til stjórnmálaflokka.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fái ríkisendurskoðenda á fund sinn hið fyrsta til að ræða fjárframlög fyrirtækja sem telja má tengda aðila til stjórnmálaflokka.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fái ríkisendurskoðenda á fund sinn hið fyrsta til að ræða fjárframlög fyrirtækja sem telja má tengda aðila til stjórnmálaflokka.

Margrét segir að kveikjan að óskinni hafi verið bloggpistill Þórðar Sigurðssonar, starfsmanns Hreyfingarinnar, á DV.is.

„Svo virðist vera sem tengdir aðilar hafi verið að styrkja stjórnmálaflokka um verulegar upphæðir, en það er semsagt þannig í lögum að hver lögaðili má bara styrkja stjórnmálaflokk um 400 þúsund krónur og tengdir aðilar skulu teljast saman. En bent er á að tengdir aðilar hafi verið að styrkja stjórnmálaflokk þannig að upphæðin samanlögð er mun hærri."

Margrét segir fulla ástæðu til að skoða hvort lögin hafi verið brotin og að ríkisendurskoðandi eigi að hafa fullkomið eftirlit með þessum málum.

„En ef hann skoðar ekki hvernig aðilar tengjast og hvort þeir eigi í hvorum öðrum þá er eftirlitið ónýtt. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisendurskoðanda og stjórnmálaflokkanna, sem taka við styrkjum, að fullvissa sig um að það sé allt saman samkvæmt lögum."

En telurðu að það sé brýn nauðsyn á að þessi fundur fari fram sem fyrst?

„Já, ég myndi vilja það. Mér finnst þetta frekar aðkallandi. Það er náttúrulega kosningavetur framundan og við vitum að það fara margir stjórnmálaflokkar, sem þiggja á annað borð styrki frá lögaðilum, af stað og óska eftir peningum frá fyrirtækjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×