Innlent

Virkja íbúana gegn lúpínunni

Lúpínan er afar illa séð í Djúpavogshreppi.
Lúpínan er afar illa séð í Djúpavogshreppi.
"Nú er tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar íslensku flórunni á stórum svæðum hér í og við þéttbýlið. Íbúum sem vilja leggja framtakinu lið eru gefnar frjálsar hendur með að slá lúpínuna niður hvar sem hana er að finna og mega byrja strax," segir í ákalli umhverfisnefndar Djúpavogshrepps og áhugahóps um eyðingu lúpínu.

"Skemmtilegast væri ef margir myndu taka sig saman og ganga skipulega til verks. Mikilvægt er að slá lúpínuna alveg niður við jörð," segir í áskoruninni og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til þátttöku. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×