Innlent

Ölóður maður reyndi að ganga í skrokk á lögreglumönnum

Til átaka kom þegar ölóður ökumaður ætlaði að ganga í skrokk á lögreglulmönnum, sem höfðu stöðvað för hans í Kópavogi í nótt.

Hann var fljótlega yfirbugaður, en þá tók hann til við að ausa fúkyrðum og hótunum yfir lögreglumennina. Hann var vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í dag, þegar af honum verður runnið.

Hann var hinsvegar ljúfur sem lamb, ökumaðurinn sem lögregla stöðvaði í Austurborginni. Hann var undir áhrifum fíkniefna, var með fíkniefni meðferðis og var ökuréttindalaus, eftir að hafa misst þau fyrir sömu sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×