Innlent

Ferðamenn sluppu ómeiddir frá umferðaróhappi

Fjórir erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum í Hestfirði við sunnanvert Ísafjarðardjúp í gærkvöldi. Bíllinn hafnaði á réttum kili, en var óökufær.

Fólkið fékk far til Ísafjarðar með lögreglunni og björgunarsveitarmönnum frá Súðavík, sem kallaðir voru á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×