Innlent

Skátar létu rigninguna ekkert á sig fá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Landsmóti skáta í gær.
Frá Landsmóti skáta í gær. mynd/ daníel rúnarsson
Hvorki íslenskir skátar, né erlendir gestir þeirra á Landsmóti skáta, sem sett var í gær, létu rigningu á sig fá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussiaeff, eiginkona hans, heimsóttu skátana og slógu þau á létta strengi með mótsgestum.

Í setningarávarpi sínu ræddi Hrólfur Jónsson mótsstjóri meðal annars 100 ára sögu skátahreyfingarinnar á Íslandi. Ávarpi Hrólfs lauk skyndilega þegar jarðálfar og eldspúandi púkar brutust fram á sjónarsviðið en þar var á ferðinni skrílsleiftur (e. Flash-mob) sem undirbúið hafði verið af yfir 70 skátum af fjórum þjóðernum. Áður en langt um leið sungu og dönsuðu viðstaddir við sigurlag Eurovision 2012, Euphoria, áður en mótseldurinn var kveiktur við mikinn fögnuð.

Í meðfylgjandi myndaalbúmi getur þú séð myndir sem Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á Landsmóti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×