Íslenskir ólympíufarar láta umferðartafir ekki spilla stemningunni BBI skrifar 23. júlí 2012 13:56 Íslensku ólympíufararnir eru lagðir af stað út en Andri Stefánsson, fararstjóri íslensku keppendanna, kom í Ólympíuþorpið á föstudaginn var. Hann segir að stemningin í hópnum sé góð. „Þetta er svona allt að fara á fullt," segir Andri en nú eru keppendurnir að koma út í hollum. Andri er ekki frá því að Íslendingar geti sigrað í einhverjum greinum. „Við náttúrlega erum ekkert búin að vinna mikið af verðlaunum gegnum tíðina. En þau hafa nú samt komið og við eigum fólk sem er alveg gjaldgengt á heimsmælikvarða," segir hann. Íslenski hópurinn dvelur í Ólympíuþorpinu. Keppendurnir þurfa því ekki að ferðast mikið út fyrir það afmarkaða svæði. Fregnir hafa borist af miklum samgöngutöfum í London og menn hafa stöðugt meiri áhyggjur af samgöngukerfi borgarinnar. Miklar tafir urðu í neðanjarðarlestakerfinu í morgun auk þess sem ökumenn máttu bíða í tvo til þrjá tíma á helstu umferðaræðum í morgun. Íslenski hópurinn hefur lítið fundið fyrir þeim örðugleikum. „Maður er kannski aðeins lengur á leiðinni frá flugvellinum og hingað í þorpið," segir Andri. „En allt okkar umhverfi er bara hérna í þorpinu. Svo við höfum engar áhyggjur af umferðartöfum. Samgöngur verða erfiðar alla vikuna, en við látum það ekkert hafa áhrif á stemninguna." Leikarnir hefjast á föstudaginn og eru íslensku ólympíufararnir 27 talsins, þar af telur íslenska handboltalandsliðið 14 manns. Þeir munu klæðast fatnaði og skóm frá Nike. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Íslensku ólympíufararnir eru lagðir af stað út en Andri Stefánsson, fararstjóri íslensku keppendanna, kom í Ólympíuþorpið á föstudaginn var. Hann segir að stemningin í hópnum sé góð. „Þetta er svona allt að fara á fullt," segir Andri en nú eru keppendurnir að koma út í hollum. Andri er ekki frá því að Íslendingar geti sigrað í einhverjum greinum. „Við náttúrlega erum ekkert búin að vinna mikið af verðlaunum gegnum tíðina. En þau hafa nú samt komið og við eigum fólk sem er alveg gjaldgengt á heimsmælikvarða," segir hann. Íslenski hópurinn dvelur í Ólympíuþorpinu. Keppendurnir þurfa því ekki að ferðast mikið út fyrir það afmarkaða svæði. Fregnir hafa borist af miklum samgöngutöfum í London og menn hafa stöðugt meiri áhyggjur af samgöngukerfi borgarinnar. Miklar tafir urðu í neðanjarðarlestakerfinu í morgun auk þess sem ökumenn máttu bíða í tvo til þrjá tíma á helstu umferðaræðum í morgun. Íslenski hópurinn hefur lítið fundið fyrir þeim örðugleikum. „Maður er kannski aðeins lengur á leiðinni frá flugvellinum og hingað í þorpið," segir Andri. „En allt okkar umhverfi er bara hérna í þorpinu. Svo við höfum engar áhyggjur af umferðartöfum. Samgöngur verða erfiðar alla vikuna, en við látum það ekkert hafa áhrif á stemninguna." Leikarnir hefjast á föstudaginn og eru íslensku ólympíufararnir 27 talsins, þar af telur íslenska handboltalandsliðið 14 manns. Þeir munu klæðast fatnaði og skóm frá Nike.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira