Innlent

Björgunarskip á leið að vélarvana 100 tonna línuveiðibáti

Björgunarskip Landsbjargar frá Rifi er nú á leið að rúmlega hundrað tonna línuveiðibáti, með sjö manna áhöfn, sem er vélarvana um 80 sjómílur vestur af Breiðafirði, eftir að báturinn fékk veiðarfærin í skrúfuna í nótt.

Við það festist hún og skipstjórinn óskaði eftir aðstoð. Gott veður er á svæðinu og er áætlað að björgunarskipið verði komið að bátnum um klukkan eitt í dag og að það taki um það bil 12 klukkustundir að draga bátinn til lands.

Veðurspá er góð og er áhöfnin ekki í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×