Innlent

Æ fleiri nýta sér veginn um Lyngdalsheiði

Æ fleilri ferðamenn og heimamenn nýta sér nýja veginn um Lyngdalsheiði á milli Þingvalla og Laugarvatns og nemur aukningin það sem af er ári um átta prósentum samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar.

Áætluð meðalumferð um veginn í ár eru 700 bílar á sólarhring. Þá er útlit fyrir að meðalumferðin um nýja Suðurstrandarveginn, á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, verði um 350 bílar í ár, en hún hefur að minnsta kosti tvisvar farið yfir þúsund bíla á sólarhring í sumar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×