Innlent

Bændur höfðu ekki leyfi til að beita sauðfé í Þórsmörk

Komið er í ljós að bændurnir úr Rangárþigni eystra, sem nýverið slepptu fé til beitar á viðkvæma afrétti í grennd við Þórsmörk, höfðu ekki leyfi sveitarstjórnar til þess, eins og þeir héldu fram við Fréttastofu í gær.

Leyfi sveitarstjórnar var háð niðurstöðu úr svonefndri ítölu, eða rannsókn á beitarþoli, sem ekki hefur enn verið gerð. Landgræðslan hefur vísað málinu til sýslumanns á Hvolsvelli.

Skógrækt ríkisiins hefur mótmælt framferði bændanna harðlega og Landbúnaðarháskólinn telur svæðið ekki þola beit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×