Innlent

Líkamsárás í Vestmannaeyjum

Karlmaður á tvítugsaldri var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum snemma í morgun eftir líkamsárás fyrir utan skemmtistað. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður að sögn lögreglu. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna málsins. Hann flúði af vettvangi en lögregla gómaði hann stuttu síðar. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×