Innlent

Handtekinn ölvaður um hánótt í Sæbjörginni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír menn voru handteknir um borð í erlendu skipi við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um þrjúleytið í nótt. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að reyna að komast til Ameríku. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu og mál þeirra verður rannsakað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir reyna að koma sér úr landi með þessum hætti. Þá var maður handtekinn um borð í Sæbjörginni, skipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um fjögurleytið í nótt. Maðurinn, sem er erlendur, gat illa skýrt veru sína þar og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×