Innlent

Einvígis minnst í Laugardalshöll

Gömlu meistararnir tefldu saman að nýju árið 1992.
Gömlu meistararnir tefldu saman að nýju árið 1992.
Sérstök hátíðardagskrá í tilefni þess að nú eru fjörutíu ár frá heimsmeistaraeinvígi Boris Spassky og Bobby Fischers árið 1972 verður kynnt í borgarráði á morgun.

Halda á málþing og fjölmennt barnaskákmót og efna til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds í samvinnu Reykjavíkurborgar og tafl- og skákfélaga. Borgarráð hefur þegar samþykkt að verja 1.270 þúsund krónum í verkefnið.

Fischer lést í Reykjavík í janúar 2008. Spassky er heilsuveill og mun halda til í Rússlandi um þessar mundir. Hann er 75 ára. - gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×