Innlent

Líkamsárás á mann á sextugsaldri í nótt

Maður á sextugsaldri kom á slysadeild um tvö leytið í nótt og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvað þar átti sér stað.

Síðar um nóttina, rétt fyrir klukkan þrjú, voru þrír handteknir í mjög annarlegu ástandi í miðborginni. Mennirnir höfðu veist að tveimur stúlkum en leigubílstjóri sem varð vitni að málinu kallaði til lögreglu sem handtók mennina áður en þeir náðu að skaða stúlkurnar. Mennirnir, sem allir eru á fertugsaldri, gista nú fangageymslur.

Og rétt fyrir klukkan hálfsex í morgun var maður á fertugsaldri handtekinn á Dalvegi í Kópavogi þar sem hann var að setja muni í bifreið á athafnasvæði rútufyrirtækis. Talsvert var af munum í bílnum sem hann gat ekki gert grein fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×