Innlent

Tom Cruise fékk mótorhjól og Íslandskort í afmælisgjöf

VG og JHH skrifar
Tom Cruise fékk smá afmælisveislu í gær, áður en hann fór.
Tom Cruise fékk smá afmælisveislu í gær, áður en hann fór.
Tökulið Oblivion myndarinnar hélt Tom Cruise afmælisveislu áður en hann fór af landi brott í gær. Sem kunnugt er fagnar Cruise fimmtugsafmæli í dag. Heimildarmaður Vísis segir að Cruise hafi meðal annars fengið að gjöf vélhjól sem notað var við tökur á myndinni. Þá mun hann jafnframt hafa fengið gamalt Íslandskort að gjöf. Claire Raskind, upplýsingafulltrúi tökuliðsins, staðfesti við Vísi í morgun að tökum á myndinni hefði lokið í gærkvöld, sem er nokkuð fyrr en áætlað var.

Sem kunnugt er krafðist Katie Holmes, barnsmóðir Cruise, skilnaðar fyrir helgi. Ekki er vitað hvort það hafi haft áhrif á tökurnar en heimildarmaður Vísis segir að hegðun Cruise hafi breyst nokkuð eftir að hann fékk fréttirnar af skilnaðinum. Hann hafi meðal annars haldið sig til hlés og nokkrum sinnum neitað að koma út úr svokölluðum „trailer" eða hjólhýsi sem hann hvíldi sig í þegar hann átti stund milli stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×