Innlent

Hefur miklar áhyggjur af hækkunum hjá Farice

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Fréttablaðið/Arnþór
„Við hjá Símanum höfum miklar áhyggjur af þessu. Við þurfum á þessum strengjum halda, svo að landið okkar sé tengt umheiminum."

Þetta segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar um fyrirhugaðar hækkanir hjá Farice.

Í síðustu viku sagði Farice upp samningum sínum við Símann og Vodafone. Viðræður milli fyrirtækjanna standa nú yfir en samningurinn fellur úr gildi frá og með október.

Talið er að Farice, sem rekur sæstrengina Farice og Danice, hafi farið fram á hærra gjald fyrir þjónustu sína.

„Í okkar tilfelli er þetta um 179 prósent hækkun á þessum kostnaðarlið miðað við boðaða verðbreytingu," segir Sævar. „Við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa þau áhrif að internetþjónusta muni hækka í verði og hafi þar með áhrif á alla landsmenn."

Sævar bendir þó á að viðræður við Farice standi enn yfir og ekkert sé öruggt í þessum efnum.

Hægt er að hlusta á ítarlegt viðtal við Sævar hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×