Hlakka til að spila á Íslandi eftir ótrúlegt tónleikaferðalag Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. júlí 2012 20:52 Of Monsters and Men Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er nú komin aftur til landsins eftir vel heppnað tónleikaferðalag um Bandaríkin. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona, segir að sterk vináttutengsl hljómsveitarmeðlima hafi reynst nauðsynleg þegar á ferðalaginu stóð. Velgengni Of Monsters and Men síðustu mánuði er mögnuð. Frumraun hljómsveitarinnar, My Head is an Animal, hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum en platan náði sjötta sæti á Billboard vinsældarlistanum. Er þetta besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum. Þá hefur hljómsveitin spilað á fjölmörgum tónleikum ásamt því að hafa komið fram í spjallþætti Jay Leno. „Þetta var náttúrulega ótrúlegt sjokk fyrir okkur," segir Nanna aðspurð um hvernig hljómsveitin hafi tekist á við atburði síðustu mánaða. „Það var oft erfitt að átta sig á því hvað var að gerast. En við erum með gott fólk í kringum okkur og frábæran umboðsmann. Við vorum auðvitað öll mjög góðir vinir fyrir og sú bönd eru enn sterkari nú.Of Monsters and Men ásamt þáttastjórnandanum Jay Leno.mynd/Of Monsters and MenUm síðustu helgi kom Of Monsters and Men fram í spjallþætti Jay Leno. Þátturinn er einn sá vinsælasti sinnar tegundar en að meðaltali horfa um fjórar milljónir manna á hverja útsendingu. Nanna segir að það hafi verið mikil lífsreynsla að spila í þættinum. „Við mættum í myndverið um átta klukkutímum áður en þátturinn fór í loftið. Þá fórum í gegnum hljóðprufur og nokkrar æfingar fyrir framan myndavélar. Síðan fórum við baksviðs. Við bíðum þar og allt í einu kemur Jay Leno sjálfur — mætir bara inn í búningsherbergið og spjallar við okkur. Við vorum öll í smá sjokki. Hann ætlaði síðan að fara en þá stökk hann Danni vinur okkar til og bað um fá mynd af honum." Því næst var haldið á sviðið. Nanna lýsir því þegar hljómsveitin beið eftir að vera kynnt: „Síðan var bara kallað Of Monsters and Men, tjaldið fór upp og við allt í einu byrjuð að spila. Maður var svolítið stressaður en samt vissum við að við yrðum að standa okkur." Of Monsters and Men mun halda tónleika í Hljómskálagarðinum þann 7. júlí næstkomandi. Þetta verða einu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi í sumar en að þeim loknum heldur hún aftur á tónleikaferðalag. „Við erum hrikalega spennt fyrir því að spila í Hljómskálagarðinum," segir Nanna. „Það verður gaman að spila á Íslandi aftur." Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men er nú komin aftur til landsins eftir vel heppnað tónleikaferðalag um Bandaríkin. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona, segir að sterk vináttutengsl hljómsveitarmeðlima hafi reynst nauðsynleg þegar á ferðalaginu stóð. Velgengni Of Monsters and Men síðustu mánuði er mögnuð. Frumraun hljómsveitarinnar, My Head is an Animal, hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum en platan náði sjötta sæti á Billboard vinsældarlistanum. Er þetta besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð á listanum. Þá hefur hljómsveitin spilað á fjölmörgum tónleikum ásamt því að hafa komið fram í spjallþætti Jay Leno. „Þetta var náttúrulega ótrúlegt sjokk fyrir okkur," segir Nanna aðspurð um hvernig hljómsveitin hafi tekist á við atburði síðustu mánaða. „Það var oft erfitt að átta sig á því hvað var að gerast. En við erum með gott fólk í kringum okkur og frábæran umboðsmann. Við vorum auðvitað öll mjög góðir vinir fyrir og sú bönd eru enn sterkari nú.Of Monsters and Men ásamt þáttastjórnandanum Jay Leno.mynd/Of Monsters and MenUm síðustu helgi kom Of Monsters and Men fram í spjallþætti Jay Leno. Þátturinn er einn sá vinsælasti sinnar tegundar en að meðaltali horfa um fjórar milljónir manna á hverja útsendingu. Nanna segir að það hafi verið mikil lífsreynsla að spila í þættinum. „Við mættum í myndverið um átta klukkutímum áður en þátturinn fór í loftið. Þá fórum í gegnum hljóðprufur og nokkrar æfingar fyrir framan myndavélar. Síðan fórum við baksviðs. Við bíðum þar og allt í einu kemur Jay Leno sjálfur — mætir bara inn í búningsherbergið og spjallar við okkur. Við vorum öll í smá sjokki. Hann ætlaði síðan að fara en þá stökk hann Danni vinur okkar til og bað um fá mynd af honum." Því næst var haldið á sviðið. Nanna lýsir því þegar hljómsveitin beið eftir að vera kynnt: „Síðan var bara kallað Of Monsters and Men, tjaldið fór upp og við allt í einu byrjuð að spila. Maður var svolítið stressaður en samt vissum við að við yrðum að standa okkur." Of Monsters and Men mun halda tónleika í Hljómskálagarðinum þann 7. júlí næstkomandi. Þetta verða einu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi í sumar en að þeim loknum heldur hún aftur á tónleikaferðalag. „Við erum hrikalega spennt fyrir því að spila í Hljómskálagarðinum," segir Nanna. „Það verður gaman að spila á Íslandi aftur."
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira