Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða 15. júní 2012 07:00 komið og farið Svona er víða um að litast í görðum fólks.mynd/erling ólafsson Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson
Fréttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira