Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða 15. júní 2012 07:00 komið og farið Svona er víða um að litast í görðum fólks.mynd/erling ólafsson Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson
Fréttir Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent