Þriðjungur er andvígur meiri virkjun 19. mars 2012 09:00 Strókarnir á Heiðinni Unnið er að leiðum til að draga úr útblæstri brennisteinsvetnis frá jarðvarmavirkjunum. Nokkur andstaða er í Reykjavík við frekari virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði.Mynd/umhverfisstofnun Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. Í nýrri könnuninni, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í liðinni viku kemur fram að tæp 84 prósent spurða líta nýtingu jarðvarma jákvæðum augum og nær níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri tengd starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma. Í áður óbirtri könnun sem þrettán náttúruverndarsamtök létu gera í október og nóvember í fyrra, í tengslum við vinnu við umsögn við rammaáætlun stjórnvalda um virkjanakosti, kemur hins vegar fram að 31,4 prósent aðspurðra voru mótfallin byggingu fleiri jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. 30,2 prósent voru hlynnt frekari virkjanaframkvæmdum og 38,4 prósent létu málið sig engu varða. Könnunin var gerð dagana 26. október til 2. nóvember. 1.350 voru spurðir og 857 svöruðu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að fram hafi komið að andstaðan hafi verið mjög mikil í Reykjavík. Þá undrast hann orð Ólafs G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR, um hættuleysi útblásturs brennisteinsvetnis. „Þetta er verið að rannsaka,“ segir Guðmundur og kveður skorta þekkingu á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis. Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki koma á óvart þótt sterkar skoðanir komi fram í könnunum um nýtingu jarðvarma. „Líklega hefur þjóðin í heild sinni ekki verið meira meðvituð um nokkra auðlind en fiskinn í sjónum og jarðhita. Það segir sig sjálft,“ segir hann og vísar til þeirrar byltingar sem orðið hafi með hitaveitunni. Slík nýting orkunnar sé hins vegar af öðrum meiði en raforkuframleiðsla með jarðvarma, þar sé um svokallaða stórnýtingu að ræða. „Hellisheiðin er stórnýting og þá getur verið allt annað uppi á teningnum,“ segir hann. Ekki sé þó alltaf einfalt að greina ástæður andstöðu við stórnýtingu jarðvarmasvæða. „Hluti umhverfissinna er ekki bara á móti stórri nýtingu sem slíkri, heldur á móti stórri nýtingu til erlendra kaupenda.“ Stefán segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði. „Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska,“ segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg. olikr@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Afstaða fólks til aukinna virkjanaframkvæmda á Hellisheiði er önnur en til almennrar nýtingar jarðvarma. Þetta kemur í ljós þegar bornar eru saman tvær nýlegar kannanir. Í nýrri könnuninni, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í liðinni viku kemur fram að tæp 84 prósent spurða líta nýtingu jarðvarma jákvæðum augum og nær níu af hverjum tíu telja mikil tækifæri tengd starfsemi sem tengist nýtingu jarðvarma. Í áður óbirtri könnun sem þrettán náttúruverndarsamtök létu gera í október og nóvember í fyrra, í tengslum við vinnu við umsögn við rammaáætlun stjórnvalda um virkjanakosti, kemur hins vegar fram að 31,4 prósent aðspurðra voru mótfallin byggingu fleiri jarðvarmavirkjana á Hellisheiði. 30,2 prósent voru hlynnt frekari virkjanaframkvæmdum og 38,4 prósent létu málið sig engu varða. Könnunin var gerð dagana 26. október til 2. nóvember. 1.350 voru spurðir og 857 svöruðu. Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að fram hafi komið að andstaðan hafi verið mjög mikil í Reykjavík. Þá undrast hann orð Ólafs G. Flóvenz, forstjóra ÍSOR, um hættuleysi útblásturs brennisteinsvetnis. „Þetta er verið að rannsaka,“ segir Guðmundur og kveður skorta þekkingu á langtímaáhrifum brennisteinsvetnis. Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki koma á óvart þótt sterkar skoðanir komi fram í könnunum um nýtingu jarðvarma. „Líklega hefur þjóðin í heild sinni ekki verið meira meðvituð um nokkra auðlind en fiskinn í sjónum og jarðhita. Það segir sig sjálft,“ segir hann og vísar til þeirrar byltingar sem orðið hafi með hitaveitunni. Slík nýting orkunnar sé hins vegar af öðrum meiði en raforkuframleiðsla með jarðvarma, þar sé um svokallaða stórnýtingu að ræða. „Hellisheiðin er stórnýting og þá getur verið allt annað uppi á teningnum,“ segir hann. Ekki sé þó alltaf einfalt að greina ástæður andstöðu við stórnýtingu jarðvarmasvæða. „Hluti umhverfissinna er ekki bara á móti stórri nýtingu sem slíkri, heldur á móti stórri nýtingu til erlendra kaupenda.“ Stefán segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði. „Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska,“ segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira