Innlent

Tónleikarnir í Hljómskálagarðinum verða nýttir í myndband

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá tónleikunum í Hljómskálagarðinum.
Frá tónleikunum í Hljómskálagarðinum.
Krakkarnir í Of Monsters and Men segja að myndatökur frá tónleikunum í Hljómskálagarðinum, sem fram fóru í byrjun júlí, hafi gengið svo vel að þau hyggjast nýta það í tónlistarmyndband. Þau hafa því biðlað til gesta á tónleikunum um aðstoð.

„Ef þú þekkir einhvern, eða ert sá/sú, sem bregður fyrir og langar til að vera hluti af myndbandinu þá þætti okkur rosalega vænt um að þú myndir hafa samband við okkur sem allra fyrst, eða fyrir 30. júlí, í gegnum netfangið neðar á síðunni. Vinsamlegast athugið að einstaklingar undir 18 ára aldri þarfnast skriflegs samþykkis foreldra eða forráðamanna," segir á verfsíðu kvikmyndafyrirtækisins Illusion.

Krakkarnir segjast vonast til að finna sem flesta og sem allra fyrst. „Þetta var ótrúlegur dagur í lífi okkar sem við viljum deila með sem flestum!" segja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×