Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður fyrir aðild að Aurum málinu. Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar. Aurum Holding málið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar.
Aurum Holding málið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira