Enginn sáttatónn og skip enn við bryggju 5. júní 2012 06:00 Togarar lágu bundnir við bryggju í Vestmannaeyjum í gær eins og annars staðar á landinu. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Sjávarútvegsráðherra segir aðgerðir LÍÚ ekki koma til með að hafa áhrif. Hann hafi aldrei hafnað því að ræða við útvegsmenn. Framkvæmdastjóri LÍÚ neitar að um lögbrot sé að ræða og kallar eftir því að málið verði leyst í breiðri sátt. Skipafloti meðlima Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) liggur enn við bryggjur landsins í mótmælaskyni við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Formaður LÍÚ biður um lausn í sátt við hagsmunaaðila og sérfræðinga, en sjávarútvegsráðherra segir útvegsmenn hafa haft tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. „Ég kannast hvorki við að hafna því að hitta útvegsmenn né ræða við þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon og segir útvegsmenn hafa haft fullan aðgang að ferlinu. „Ég læt ekki stjórnast af þrýstingi af þessu tagi og læt menn hvorki njóta þess né gjalda þó þeir fari út í aðgerðir sem mér finnst sjálfum orka tvímælis.“ Um lögmæti aðgerðanna segir Steingrímur að um það megi deila. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þær brytu í bága við lög. Í tilkynningu frá ASÍ er tekið undir þau sjónarmið. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, neitar að um lögbrot sé að ræða. „ASÍ vísar í lagagrein sem fjallar um vinnustöðvun, sem væri verkbann í okkar tilfelli. En þetta er ekki verkbann eða vinnustöðvun í skilningi laganna. Ef við förum í verkbann, sem ég vona að komi aldrei til, þá mun það snúa að sjómönnum og starfsfólki, en það er einmitt það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. ASÍ er að snúa hlutunum á hvolf. Ég held að þau ættu frekar að koma við hlið okkar í þessu máli til að verja hagsmuni launafólks.“ Steingrímur segir frumvörpunum alls ekki stefnt gegn hagsmunum launafólks. „Málið snýst fyrst og fremst um sameign á auðlindinni og að eðlilegt afgjald sé greitt af henni.“ Aðspurður um frekari aðgerðir af hendi LÍÚ segir Friðrik að sú ákvörðun bíði seinni tíma. Hann segir útgerðarmenn vilja að lög um stjórn fiskveiða verði unnin í samstöðu atvinnugreinarinnar, stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga, „á vandaðan og yfirvegaðan hátt“.thorgils@frettabladid.is Tengdar fréttir „Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir aðgerðir LÍÚ ekki koma til með að hafa áhrif. Hann hafi aldrei hafnað því að ræða við útvegsmenn. Framkvæmdastjóri LÍÚ neitar að um lögbrot sé að ræða og kallar eftir því að málið verði leyst í breiðri sátt. Skipafloti meðlima Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) liggur enn við bryggjur landsins í mótmælaskyni við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Formaður LÍÚ biður um lausn í sátt við hagsmunaaðila og sérfræðinga, en sjávarútvegsráðherra segir útvegsmenn hafa haft tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. „Ég kannast hvorki við að hafna því að hitta útvegsmenn né ræða við þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon og segir útvegsmenn hafa haft fullan aðgang að ferlinu. „Ég læt ekki stjórnast af þrýstingi af þessu tagi og læt menn hvorki njóta þess né gjalda þó þeir fari út í aðgerðir sem mér finnst sjálfum orka tvímælis.“ Um lögmæti aðgerðanna segir Steingrímur að um það megi deila. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þær brytu í bága við lög. Í tilkynningu frá ASÍ er tekið undir þau sjónarmið. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, neitar að um lögbrot sé að ræða. „ASÍ vísar í lagagrein sem fjallar um vinnustöðvun, sem væri verkbann í okkar tilfelli. En þetta er ekki verkbann eða vinnustöðvun í skilningi laganna. Ef við förum í verkbann, sem ég vona að komi aldrei til, þá mun það snúa að sjómönnum og starfsfólki, en það er einmitt það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. ASÍ er að snúa hlutunum á hvolf. Ég held að þau ættu frekar að koma við hlið okkar í þessu máli til að verja hagsmuni launafólks.“ Steingrímur segir frumvörpunum alls ekki stefnt gegn hagsmunum launafólks. „Málið snýst fyrst og fremst um sameign á auðlindinni og að eðlilegt afgjald sé greitt af henni.“ Aðspurður um frekari aðgerðir af hendi LÍÚ segir Friðrik að sú ákvörðun bíði seinni tíma. Hann segir útgerðarmenn vilja að lög um stjórn fiskveiða verði unnin í samstöðu atvinnugreinarinnar, stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga, „á vandaðan og yfirvegaðan hátt“.thorgils@frettabladid.is
Tengdar fréttir „Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
„Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30