Markús: Hver fullyrti að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif ? Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 15:35 Össur Skarphéðinsson heilsar Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara þegar hann mætir fyrir Landsdóm. mynd/ gva. Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við. Landsdómur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við.
Landsdómur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira