Krefjast rökstuðnings fyrir gjaldi á farþega 5. júlí 2012 05:30 Auk hafnargjalda borga öll skip sem nýta höfnina afkomutengd gjöld til að standa undir rekstrinum. Fréttablaðið/Stefán Eigendur Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar efast um lögmæti 44,50 króna gjalds sem lagt er á farþega í Ísafjarðarhöfn. Hafnarstjórinn segir ekki óeðlilegt að greidd séu afkomutengd gjöld í farþegasiglingum eins og gerist með fiskiskip. „Það eru miklar tilfinningar á bak við þetta,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar sem vilja skýringar frá Ísafjarðarbæ og hafnarstjóra á gjaldi sem lagt er á farþega fyrirtækisins. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar gera út þrjá farþegabáta frá Ísafirði. Fyrir um fimm árum lagði höfnin á sérstakt gjald á farþega sem fara um höfnina. Það er nú 44,50 krónur fyrir fullorðna og 23,25 krónur fyrir börn. Eigendur fyrirtækisins draga réttmæti gjaldsins í efa og vilja skýringar á eðli þess og lagalegum grundvelli. Í bréfi til bæjaryfirvalda segja þeir að „algjör óvissa“ ríki um framtíðina, nýjar álögur séu settar á reksturinn á hverju ári og kostnaður stöðugt aukinn. Fyrirtækið greiði nú þegar tæpa eina milljón króna í hafnargjöld. „Vissulega erum við tilbúin að greiða umrætt gjald ef málefnaleg rök liggja fyrir gjaldtökunni, enda er það ekki vilji okkar að hlunnfara Ísafjarðarhöfn eða Ísafjarðarbæ,“ segir í bréfi Guðrúnar [Kiddýjar] og Hafsteins Ingólfssonar sem taka fram að samstarf við starfsmenn hafnarinnar hafi verið mjög gott. Hvorki Guðrún né Hafsteinn vilja ræða efnislega um málið við Fréttablaðið. „Spurð þú bara bæjarapparatið,“ svaraði Guðrún innt eftir málavöxtum. Bæjarráð vísaði málinu til Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra. Guðmundur segir að auk hafnargjalda borgi öll fiskiskip og -bátar svokallað aflagjald sem sé 1,58 prósent af aflaverðmæti. „Bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar hefur verið sköpuð fín aðstaða sem engir aðrir nota og hafnarstjórn taldi að það væri ekki óeðlilegt að þau borguðu afkomutengd gjöld eins og fiskibátarnir,“ segir Guðmundur um gjaldið sem lagt er á farþega Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og alla aðra farþega um Ísafjarðarhöfn. Að sögn Guðmundar mótmæltu Guðrún og Hafsteinn gjaldinu til að byrja með en það hafi þá verið lækkað. Síðan hafi þau greitt gjaldið – þó kannski ekki „þegjandi og hljóðalaust“ eins og aðrir í viðlíka rekstri. Guðmundur segir höfnum heimilt að leggja á þau gjöld sem þau vilji til að standa undir þjónustu við viðkomandi útgerðarflokka. Eigendur Sjóferða virðist líta þannig á að gjaldinu sé beint að þeim persónulega. „Ég hef bent þeim á að þetta er ekki skattur á þeirra fyrirtæki heldur gjald sem þau eiga að innheimta fyrir okkur af sínum farþegum,“ útskýrir hafnarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Eigendur Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar efast um lögmæti 44,50 króna gjalds sem lagt er á farþega í Ísafjarðarhöfn. Hafnarstjórinn segir ekki óeðlilegt að greidd séu afkomutengd gjöld í farþegasiglingum eins og gerist með fiskiskip. „Það eru miklar tilfinningar á bak við þetta,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar sem vilja skýringar frá Ísafjarðarbæ og hafnarstjóra á gjaldi sem lagt er á farþega fyrirtækisins. Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar gera út þrjá farþegabáta frá Ísafirði. Fyrir um fimm árum lagði höfnin á sérstakt gjald á farþega sem fara um höfnina. Það er nú 44,50 krónur fyrir fullorðna og 23,25 krónur fyrir börn. Eigendur fyrirtækisins draga réttmæti gjaldsins í efa og vilja skýringar á eðli þess og lagalegum grundvelli. Í bréfi til bæjaryfirvalda segja þeir að „algjör óvissa“ ríki um framtíðina, nýjar álögur séu settar á reksturinn á hverju ári og kostnaður stöðugt aukinn. Fyrirtækið greiði nú þegar tæpa eina milljón króna í hafnargjöld. „Vissulega erum við tilbúin að greiða umrætt gjald ef málefnaleg rök liggja fyrir gjaldtökunni, enda er það ekki vilji okkar að hlunnfara Ísafjarðarhöfn eða Ísafjarðarbæ,“ segir í bréfi Guðrúnar [Kiddýjar] og Hafsteins Ingólfssonar sem taka fram að samstarf við starfsmenn hafnarinnar hafi verið mjög gott. Hvorki Guðrún né Hafsteinn vilja ræða efnislega um málið við Fréttablaðið. „Spurð þú bara bæjarapparatið,“ svaraði Guðrún innt eftir málavöxtum. Bæjarráð vísaði málinu til Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra. Guðmundur segir að auk hafnargjalda borgi öll fiskiskip og -bátar svokallað aflagjald sem sé 1,58 prósent af aflaverðmæti. „Bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar hefur verið sköpuð fín aðstaða sem engir aðrir nota og hafnarstjórn taldi að það væri ekki óeðlilegt að þau borguðu afkomutengd gjöld eins og fiskibátarnir,“ segir Guðmundur um gjaldið sem lagt er á farþega Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og alla aðra farþega um Ísafjarðarhöfn. Að sögn Guðmundar mótmæltu Guðrún og Hafsteinn gjaldinu til að byrja með en það hafi þá verið lækkað. Síðan hafi þau greitt gjaldið – þó kannski ekki „þegjandi og hljóðalaust“ eins og aðrir í viðlíka rekstri. Guðmundur segir höfnum heimilt að leggja á þau gjöld sem þau vilji til að standa undir þjónustu við viðkomandi útgerðarflokka. Eigendur Sjóferða virðist líta þannig á að gjaldinu sé beint að þeim persónulega. „Ég hef bent þeim á að þetta er ekki skattur á þeirra fyrirtæki heldur gjald sem þau eiga að innheimta fyrir okkur af sínum farþegum,“ útskýrir hafnarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira