Innlent

Besta útihátíðin hefst í kvöld

Frá Bestu útihátíðinni.
Frá Bestu útihátíðinni.
Besta útihátíðin hefst með pompi og prakt á Gaddstaðaflötum við Hellu í kvöld. Fjöldi manns er nú þegar mættur á svæðið og eru aðstandendur hátíðarinnar að leggja lokahönd á undirbúning.

Þetta er í þriðja sinn skipti sem hátíðin fer fram á Gaddstaðaflötum en hátíðin stendur yfir dagana 5. til 8. júlí.

„Hátíðin hefst um tíu leytið," segir Haraldur Ási Lárusson, aðstandandi hátíðarinnar. „Það verður þétt dagskrá í kvöld og rúmlega 500 manns eru nú þegar mættir."

Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni í ár, þar á meðal eru Sóldögg, 200.000 Naglbítar, Gus Gus, Botnleðja, Agent Fresco og Blaz Roca.

„Skipulagningin hefur gengið alveg frábærlega," segir Haraldur. „Við erum að leggja lokahönd á þetta og það verður mikil stemning."

Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu Bestu útihátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×