Þrífa upp blóðið eftir Macbeth ÁP skrifar 29. desember 2012 08:00 Leila Arge og Ásdís Guðný Guðmundsdóttir í búningadeild Þjóðleikhússins sjá um að þrífa blóðið úr búningum Macbeth.Fréttablaðið/vilhelm „Ég viðurkenni að þetta er mjög mikil vinna fyrir okkur en allir búningar verða að vera þrifnir og tilbúnir fyrir næstu sýningu sem oftast er daginn eftir,“ segir Leila Arge, yfirmaður búningadeildar Þjóðleikhússins. Leila, ásamt öðrum klæðskerum í búningadeild Þjóðleikhússins, sér um að viðhalda búningum Shakespeare-sýningarinnar Macbeth, sem er subbulegri en flestar aðrar leiksýningar. Um 35 lítrum af gerviblóði er úthellt í hverri sýningu og því mikil þrif að sýningu lokinni. „Þetta er ein mesta þvottasýning sem ég hef unnið við. Ég er samt ekki klár á því hversu margar vélar við þurfum að þvo eftir hverja sýningu, en við erum sem betur fer fjórar í þessu,“ segir Leila en fullyrðir þó að nokkuð auðvelt sé að ná gerviblóðblöndunni úr fötunum. „Við gerðum nokkrar prufur til að sjá hvaða blanda næðist best úr. Við skolum allt vel og setjum svo í þvottavél. Við erum með mjög fína þvottaaðstöðu hérna svo við getum ekki kvartað.“ Gerviblóðið er gert úr matarlit, sírópi og blautsápu og er óneitanlega klístrað. „Það eru allir á fullu að þrífa eftir hverja sýningu en blóðið fer út um allt á sviðinu og á leikmuni. En það er partur af þessu.“ Macbeth er jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedicts Andrews og með aðalhlutverk fara Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson. Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta er mjög mikil vinna fyrir okkur en allir búningar verða að vera þrifnir og tilbúnir fyrir næstu sýningu sem oftast er daginn eftir,“ segir Leila Arge, yfirmaður búningadeildar Þjóðleikhússins. Leila, ásamt öðrum klæðskerum í búningadeild Þjóðleikhússins, sér um að viðhalda búningum Shakespeare-sýningarinnar Macbeth, sem er subbulegri en flestar aðrar leiksýningar. Um 35 lítrum af gerviblóði er úthellt í hverri sýningu og því mikil þrif að sýningu lokinni. „Þetta er ein mesta þvottasýning sem ég hef unnið við. Ég er samt ekki klár á því hversu margar vélar við þurfum að þvo eftir hverja sýningu, en við erum sem betur fer fjórar í þessu,“ segir Leila en fullyrðir þó að nokkuð auðvelt sé að ná gerviblóðblöndunni úr fötunum. „Við gerðum nokkrar prufur til að sjá hvaða blanda næðist best úr. Við skolum allt vel og setjum svo í þvottavél. Við erum með mjög fína þvottaaðstöðu hérna svo við getum ekki kvartað.“ Gerviblóðið er gert úr matarlit, sírópi og blautsápu og er óneitanlega klístrað. „Það eru allir á fullu að þrífa eftir hverja sýningu en blóðið fer út um allt á sviðinu og á leikmuni. En það er partur af þessu.“ Macbeth er jólasýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedicts Andrews og með aðalhlutverk fara Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson.
Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira