Kærðu nágranna fyrir kívíárás Erla Hlynsdóttir skrifar 18. janúar 2012 11:44 Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira