Kærðu nágranna fyrir kívíárás Erla Hlynsdóttir skrifar 18. janúar 2012 11:44 Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Ellen Kristjánsdóttir hefur kært nágranna sína fyrir að ógna fjórtán ára syni hennar með kíví-ávexti, sem sonur hennar er með lífshættulegt ofnæmi fyrir. Hún segir þessa ógn vera dropann sem fylli mælinn. Nágrannaerjurnar hafa staðið yfir um árabil. Ellen segir nágranna sína, hjón um sextugt, hafa gert fjölmargt á hlut fjölskyldunnar. Ellen fór ásamt syni sínum og lagði fram kæru á hendur hjónunum. „Við kærum þau fyrir kívíárás. þetta er svolítið fyndið orð, eins og það er nú alvarlegt," segir Ellen. Hún segir að mörkin liggi þarna. „Þetta er barnið mitt. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara bein hótun. Ég sé ekki að þetta sé neitt annað." Það var á sunnudag sem nágrannahjón fjölskyldunnar komu kívíinu fyrir á girðingarstólpanum fyrir framan húsið. Sonur Ellenar segir að sér hafi skrikað fótur í hálkunni og að litli frændi sinn hafi bjargað honum frá því að grípa í stólpann með kívíinu. Hann er með sérstakt armband þar sem fram kemur að hann er með bráðaofnæmi. „Það getur lokast á mér hálsinn og ég get bara kafnað ef ég er ekki með sprautu," segir sonurinn, Eyþór Ingi. Sigríður, dóttir Ellenar býr á neðstu hæðinni og hún segir ýmsar hótanir og skemmdarverk hafa verið unnin. „Það þarf náttúrulega tvo til að deila en við höfum svo oft rétt fram sáttarhönd." Elín, önnur dóttir Ellenar, hefur skýringu á því hvernig nágrannarnir vissu af ofnæmi bróður síns. „Vinkona mín hringdi í mig á sunnudeginum í sjokki þegar hún frétti af þessu af því þá mundi hún eftir að hún og Eyþór Ingi hefðu átt langar samræður daginn áður um bráðaofnæmið hans fyrir utan húsið. Og svo morguninn eftir sjáum ég og pabbi nágranna okkar stilla einhverju þarna uppá." Ellen er ósátt við fyrstu viðbrögð lögreglunnar. „Mér fannst þeir taka heldur fálega í þetta. Lögreglan hefur þurft að koma atvisvar út af nágrannaerjum," segir hún. Í síðasta mánuði töpuðu nágrannarnir máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þeir neituðu að greiða fyrir sinn hluta af framkvæmdum í garði. „Systir mín hefur látið strákinn sinn þegar hann var lítill sofa hér úti í vagni þegar hann var pínulítill og þá kom konan og sagði. Ég get ekki lofað því að ég rekist ekki í vagninn og hann detti niður," segir Sigríður. Fréttastofa reyndi án árangurs að ná tali af nágrönnunum.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira