Ekki meirihluti fyrir fjárlagafrumvarpinu - Róbert ósáttur við gistináttaskattinn Höskuldur Kári Schram skrifar 28. nóvember 2012 12:11 Róbert Marshall er ósáttur við gistináttaskattinn. Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður, mun ekki styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar nema fallið verði frá hækkun virðisaukaskatts á hótel og gistiheimili. Að óbreyttu hefur ríkisstjórnin því ekki meirihluta í málinu. Virðisaukaskattur á hótel og gistiheimili verður hækkaður úr 7 prósentum í 14 samkvæmt tillögu Katrínar Júlíusdóttur, fjármálaráðherra, sem kynnt var í gær en skatturinn átti upphaflega að hækka upp í 25,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt þessari hækkun. Samtökin hafa lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum séu gerðar með að minnsta kosti 20 mánaða fyrirvara þar sem ferðaþjónustan er verðlögð og seld með löngum fyrirvara. Róbert Marshall, þingmaður, tekur undir þessi sjónarmið. „Mér finnst ekki vera hægt að koma fram við atvinnulífið með þessum hætti. Það þarf meiri fyrirvara til þess að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu. Þau eru búin að auglýsa sín verð fyrir næstu vertíð, ef svo má segja, og með þessu ertu að skattleggja fyrirtækin ekki þann sem er að kaupa af þeim þjónustu," segir Róbert. Hann segist því ekki styðja fjárlögin ef ekki verði fallið frá þessari hækkun. „Ég er búinn að gera grein fyrir því, bæði innan þingflokks Samfylkingarinnar, og við aðstoðarmann fjármálaráðherra og formann efnahags- og skattanefndar að ég er mótfallinn þessu," segir hann. Róbert gekk úr þingflokki Samfylkingarinnar í október en hann ætlar bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í næstu kosningum. Róbert sagðist þó áfram ætla að styðja ríkisstjórnina en formlega hefur hún ekki lengur meirihluta á Alþingi. Hún þarf því að reiða sig á stuðning hans eða annarra stjórnarandstöðuþingmanna til að afgreiða fjárlögin. Róbert segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann væri á móti þessari hækkun. Hann hafi lýst yfir þeirri skoðun þegar hann var í þingflokki Samfylkingarinnar. Ekkert hafi breyst í millitíðinni. „Þetta þarf að gerast með öðrum hætti, með samtali og samráði og lengri fyrirvara þannig að menn geti gert ráð fyrir því þegar þeir kynna sína verðskrá," segir hann. Róbert segir að hægt sé að ná í þessa peninga með öðrum hætti. „Það er búið að benda á leiðir til að gera það með öðrum hætti t.d. með því að taka upp náttúrupassa sem að gæti skilað umtalsverðum fjármunum og náð vel upp í þá fjárhæð sem við erum að tala um hér," segir hann.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira