Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. júní 2012 18:45 Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Fólkið var allt ákært fyrir líkamsárás í desember á síðasta ári. Ráðist var inn á heimili konu í Hafnarfirði og hún beitt grófu ofbeldi. Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Vítisengla var sakaður um að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast Vítisenglum með einum eða öðrum hætti. Einar var hinsvegar sýknaður af sínum þætti í málinu í dag. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamenn en það gerði lögfræðingur hans. „Skjólstæðingur minn fangar niðurstöðunni. Hann er saklaus af því sem honum er gefið að sök," segir Oddgeir Einarsson, héraðsdómslögmaður. Oddgeir segist reikna með því að Einar fari í skaðabótamál við ríkið vegna málsins, staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn. „Hann og fjölskylda hans hefur þurft að þola mikið vegna þessa máls," segir Oddgeir. Andrea Unnarsdóttir, fékk þyngsta dóminn, fjögur og hálft ár. Þeir Jón Ólafsson og Elías Valdimar Jónsson fengu fjögurra ára fangelsisdóm og Óttar Gunnarsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Sjötti maðurinn sem ákærður var fyrir aðkomu sína að málinu var sýknaður. Eftir að dómur féll sagði Jón Egilsson verjandi Elíasar að hann ætli að áfrýja málinu en hann var ásamt Andreu og Jóni sakfelldur fyrir ofbeldi og kynferðisbrot. Fólkið var hinsvegar allt sýknað af því að tengjast alþjóðlegum glæpasamtökum. „Umbjóðandi minn er sáttur við að vera sýknaður af því að vera hluti af einhverri alþjóðlegri glæpaklíku," segir. „En hann sættir sig ekki við að vera sakfelldur í kynferðisbroti sem hann er saklaus af. Þess vegna ætlar hann að áfrýja." Jón segir að umbjóðandi sinn sé ósáttur við að framburður brotaþola skuli hafa svo mikið vægi gegn öllum öðrum framburðum og gögnum sem raunin varð. Saksóknari segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun, fyrst verði að fara vel yfir dóminn , sem telur 118 síður.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira