Brotasaga ríkisstjórnar gegn jafnréttislögum áhyggjuefni 29. ágúst 2012 20:52 Kristín Ástgeirsdóttir. „Auðvitað er þetta áhyggjuefni," svarar Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, þegar hún er spurð hvort brotasaga ríkisstjórnar gegn jafnréttislögum sé ekki áhyggjuefni. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi gerst brotlegur við lögin þegar hann tók karlmann fram fyrir konu í starf sýslumanns á Húsavík. úrskurðurinn var kunngerður í dag, en það var RÚV sem greindi frá málinu í kvöldfréttum sínum. Ögmundur er annar ráðherrann í ríkisstjórninni sem brýtur gegn lögunum en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var einnig fundin brotleg við lög um jafnrétti þegar hún réði karlmann í starf skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu í stað Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða Önnu Kristínu hálfa milljón í miskabætur vegna málsins. Kristín Ástgeirsdóttir segir að í báðum þessum tilfellum hafi brotið varðar ráðningu í starf á vegum ríkisins. „Og þetta sýnir auðvitað að hið opinbera verður að setja skotheldar reglur varðandi ráðningar." Kristín bendir ennfremur á að Umboðsmaður Alþingis hafi gert athugasemdir við huglægt mat við ráðningar. „Það verður eitthvað haldbært að standa á bak við slíkt mat," bætir Kristín við. Spurð hvort þetta sé ekki vægast sagt óheppilegt fyrir ríkisstjórnina, og hvort það megi ekki gera ríkari kröfur til þessarar ríkisstjórnar um að standa sig í þessum málaflokki svarar Kristín: „Jújú. Almennt er þetta mjög óheppilegt. Ríkisstjórnin hefur sett jafnréttismálin á oddinn og eiga að ganga fram með góðu fordæmi." Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar "Ég tel niðurstöðuna okkar rétta,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. 29. ágúst 2012 20:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta áhyggjuefni," svarar Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, þegar hún er spurð hvort brotasaga ríkisstjórnar gegn jafnréttislögum sé ekki áhyggjuefni. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi gerst brotlegur við lögin þegar hann tók karlmann fram fyrir konu í starf sýslumanns á Húsavík. úrskurðurinn var kunngerður í dag, en það var RÚV sem greindi frá málinu í kvöldfréttum sínum. Ögmundur er annar ráðherrann í ríkisstjórninni sem brýtur gegn lögunum en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var einnig fundin brotleg við lög um jafnrétti þegar hún réði karlmann í starf skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu í stað Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða Önnu Kristínu hálfa milljón í miskabætur vegna málsins. Kristín Ástgeirsdóttir segir að í báðum þessum tilfellum hafi brotið varðar ráðningu í starf á vegum ríkisins. „Og þetta sýnir auðvitað að hið opinbera verður að setja skotheldar reglur varðandi ráðningar." Kristín bendir ennfremur á að Umboðsmaður Alþingis hafi gert athugasemdir við huglægt mat við ráðningar. „Það verður eitthvað haldbært að standa á bak við slíkt mat," bætir Kristín við. Spurð hvort þetta sé ekki vægast sagt óheppilegt fyrir ríkisstjórnina, og hvort það megi ekki gera ríkari kröfur til þessarar ríkisstjórnar um að standa sig í þessum málaflokki svarar Kristín: „Jújú. Almennt er þetta mjög óheppilegt. Ríkisstjórnin hefur sett jafnréttismálin á oddinn og eiga að ganga fram með góðu fordæmi."
Tengdar fréttir Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15 Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar "Ég tel niðurstöðuna okkar rétta,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. 29. ágúst 2012 20:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Ögmundur braut jafnréttislög - réð karl en ekki konu sem sýslumann Ögmundur Jónasson braut jafnréttislög þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslumanns á Húsavík. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Þar segir að kærunefndin jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan væri hæfari en karlinn í fjórum hæfnisþáttum af átta og jafnhæf í þremur. 29. ágúst 2012 19:15
Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar "Ég tel niðurstöðuna okkar rétta,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. 29. ágúst 2012 20:01