Merki um viðsnúning og atvinnuleysi lægra en á hinum Norðurlöndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2012 20:00 Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári.Vinnumálastofnun birti í dag nýjar atvinnuleysistölur, en það eru tölur yfir þá sem eru á atvinnuleysisskrá hjá stofnuninni, eru án atvinnu og óska eftir bótum. Atvinnuleysið mælist nú 4,8 prósent sem verður að teljast býsna gott. Tvær opinberar stofnanir hér mæla atvinnuleysi, en Hagstofan framkvæmir vinnumarkaðsrannsókn þar sem ekki eru aðeins þeir sem eru á bótum heldur einnig námsfólk sem er að leita að vinnu. Samkvæmt síðustu tölum Hagstofunnar var atvinnuleysið yfir 8 prósent í maí. Lækkun í tölum Vinnumálastofnunar nemur 0,8 prósentustigum milli mánaða. En viðsnúningurinn er mun meiri sé miðað við sama mánuð í fyrra, eða tæp tvö prósentustig. Daníel Svavarsson er aðalhagfræðingur Landsbankans. Hann segir ekki rétt að horfa eingöngu á síðustu mánuði, því ef horft sé ár aftur í tímann sé þetta þónokkur viðsnúningur. „Á móti vega þarna sérstök úrræði hjá Vinnumálastofnun. Rúmlega 1550 manns sem eru núna í sérstökum úrræðum sem annars yrðu skráðir atvinnulausir og við vitum ekki ennþá hversu mörgum varanlegum störfum þessi úrræði munu skila, en engu að síður eru þetta mjög ánægjulegar tölur," segir Daníel. Er hægt að draga þá ályktun að þetta sé varanlegur viðsnúningur? „Vonandi. Tvær síðustu birtu tölur eru mjög góðar, en maður vill helst sjá þróunina halda áfram." Ísland kemur líka vel út í samanburði við hin Norðurlöndin. Daníel segir að ef litið sé til tölfræði síðustu mánaða standi aðeins Norðmenn okkur framar þegar lágt atvinnuleysi sé annars vegar. Tölfræðin hér veiti vísbendingar um betri horfur en í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira