Les aldrei glæpasögur 30. ágúst 2012 00:01 Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen. Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira