Les aldrei glæpasögur 30. ágúst 2012 00:01 Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen. Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Danski rithöfundurinn Jussi Adler-Olsen hefur slegið í gegn með bókum sínum um Deild Q í dönsku lögreglunni sem fæst við óupplýst sakamál. Hann er staddur hér á landi til að kynna verk sín og hitta íslenska lesendur. „Ég tók þá ákvörðun þegar ég var 45 ára gamall að helga mig skrifum. Þá var ég í mjög krefjandi starfi og hugsaði með mér að ég vildi ekki brenna út auk þess sem ég átti þá ungan son sem ég vildi sinna. Ég vissi að ég gæti skrifað en ekki að það væri svona krefjandi að vera rithöfundur," segir Jussi Adler-Olsen rithöfundur sem þekktur er fyrir bækur sínar um Deild Q í dönsku lögreglunni, deild sem fæst við óupplýst sakamál. Adler-Olsen hefur skrifað fjórar bækur um deildina og kom sú þriðja í röðinni, Flöskuskeyti frá P, nýverið út í íslenskri þýðingu. Sögurnar segja frá glímu starfsmanna deildarinnar, Carls Mørck, Assads og Rósu, við gömul mál og glæpamenn að störfum en um leið fær lesandi innsýn inn í þeirra líf og kima dansks samfélags. Þær falla því vel að hinni norrænu glæpasagnahefð sem á rætur sínar að rekja til sænsku hjónanna Sjöwahl og Wahlö. „Þau eru sporgöngumenn norrænna spennusagna og við sem skrifum slíkar sögur byggjum á þeirra hefð, það er klárt. Ég vissi hins vegar að þegar ég lagði grunn að bókaflokknum um Deild Q þá væri mikilvægt að nota húmor í sögunum, um leið og maður fer að prédika þá hættir fólk að nenna að lesa." Það var vinur Adler-Olsen, leikstjórinn og framleiðandinn Rumle Hammerick, sem fyrst hvatti hann til þess að skrifa glæpasögur sem gerðust í Danmörku. Þetta er fyrsta heimsókn Adler-Olsen síðan hann gerðist rithöfundur en hann átti afar fjölbreyttan feril að baki þegar hann settist við skriftir. Hann átti um tíma verslun sem seldi teiknimyndasögur, hann samdi tónlist fyrir teiknimyndina Valhalla, starfaði fyrir dönsku friðarhreyfinguna og var útgefandi hjá Bonnier-útgáfunni svo fáein dæmi séu tekin. „Faðir minn, sem var einn best menntaði maður á Norðurlöndum, sagði við mig þegar ég var ungur: Jussi, þú ert svo hæfileikaríkur á mörgum sviðum og þú átt að rækta þá alla. Og svo býrð þú yfir stærsta hæfileikanum af öllum, þú ert heppinn." Adler-Olsen segir skrautlegan feril og þá staðreynd að hann ólst upp á geðveikrahæli, þar sem faðir hans var yfirlæknir, hafa hjálpað honum við persónusköpun og skáldsagnasmíð. „Ég sæki innblástur í fjölmiðla og fréttir, les á milli línanna í sögum dagsins og fylgist með því sem er að gerast." Spurður hvort hann fylgist með verkum annarra spennusagnahöfunda kveður hann nei við. „Ég les aldrei glæpasögur, ég hef ekki lesið glæpasögur í sjö ár, ég er svo hræddur við að verða fyrir of miklum áhrifum frá þeim. Ég hef mest gaman af absúrd bókmenntum, norski höfundurinn Erlend Loe er til dæmis í miklu uppáhaldi." Adler-Olsen kemur fram á höfundakvöldi í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta en þar ræðir Árni Matthíasson við hann um verk hans. sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira