Gengi Svedda tannar handtekið í Hollandi 30. ágúst 2012 09:00 Sverrir Þór Gunnarsson Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira