Innlent

Veiða túnfisk við landið

BBI skrifar
Á miðum við Ísland hefur víða orðið vart við túnfisk að undanförnu. Níu túnfiskar veiddust í ágúst og vega samtals rúm 2 tonn, segir í frétt Fiskifrétta.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun er lítið um túnfisk við Ísland. „Neinei, það er enginn túnfiskur hérna að ráði," segir Einar Jónsson, fiskifræðingur. Það kemur hins vegar fyrir að túnfiskur slæðist með í önnur veiðarfæri en það telst fremur óalgengt. Níu fiskar í einum mánuði er meira en gengur og gerist við landið.

Stærsti túnfiskurinn sem veiddist við landið í ágúst vegur ein 370 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×