Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. september 2012 20:00 Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira