Miklu fleiri börn leita hælis í ár en árin á undan Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2012 10:04 Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndastofu. Mun fleiri börn hafa leitað hælis á Íslandi í ár en árin á undan, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Á árunum 2007 - 2011 komu alls 7 börn til landsins. Það sem af er árinu 2012 hafa komið fimm börn. „Það virðist vera stórfelld aukning á þessu ári í fjölda barna sem leita hælis hér. Á árabilinu 2007 - 2011 voru þetta samtals sjö einstaklingar yngri en 18 ára sem leita hælis. En á þessu ári eru þau orðin fimm nú þegar," segir Bragi. Að vísu hafi orðið veruleg fjölgun fullorðinna sem leiti hælis hér líka. Yngri drengurinn sem handtekinn var við komuna til landsins í lok apríl, sem ólöglegur flóttamaður, er á fósturheimili. Sá eldri er á Fit, en það er heimili fyrir flóttamenn. Komið hefur fram að tveir drengir, fimmtán og sautján ára gamlir, hefðu verið handteknir og þeir dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi. Fyrir tilstuðlan Fangelsismálastofnunar og Barnaverndastofu varð ekki úr því að börnin afplánuðu í fangelsi heldur var þeim fundin fyrrgreind úrræði. Til skoðunar er hvort áfrýja eigi dómnum til Hæstaréttar. Bragi segir umræddan dóm yfir drengjunum vera alveg makalausan. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki vitað til að hafi áður gerst að börn sem leita hælis hér á Íslandi hljóti óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir það eitt að framvísa fölsuðum skilríkjum. Það hefur mér vitanlega verið ákært í slíkum málum áður en aldrei verið um dóm í fangelsi áður," segir Bragi. Bragi kallar eftir því að fram fari umræða hér á landi um stöðu barna sem leita til landsins sem hælisleitendur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Mun fleiri börn hafa leitað hælis á Íslandi í ár en árin á undan, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Á árunum 2007 - 2011 komu alls 7 börn til landsins. Það sem af er árinu 2012 hafa komið fimm börn. „Það virðist vera stórfelld aukning á þessu ári í fjölda barna sem leita hælis hér. Á árabilinu 2007 - 2011 voru þetta samtals sjö einstaklingar yngri en 18 ára sem leita hælis. En á þessu ári eru þau orðin fimm nú þegar," segir Bragi. Að vísu hafi orðið veruleg fjölgun fullorðinna sem leiti hælis hér líka. Yngri drengurinn sem handtekinn var við komuna til landsins í lok apríl, sem ólöglegur flóttamaður, er á fósturheimili. Sá eldri er á Fit, en það er heimili fyrir flóttamenn. Komið hefur fram að tveir drengir, fimmtán og sautján ára gamlir, hefðu verið handteknir og þeir dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi. Fyrir tilstuðlan Fangelsismálastofnunar og Barnaverndastofu varð ekki úr því að börnin afplánuðu í fangelsi heldur var þeim fundin fyrrgreind úrræði. Til skoðunar er hvort áfrýja eigi dómnum til Hæstaréttar. Bragi segir umræddan dóm yfir drengjunum vera alveg makalausan. „Þetta er eitthvað sem ég hef ekki vitað til að hafi áður gerst að börn sem leita hælis hér á Íslandi hljóti óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir það eitt að framvísa fölsuðum skilríkjum. Það hefur mér vitanlega verið ákært í slíkum málum áður en aldrei verið um dóm í fangelsi áður," segir Bragi. Bragi kallar eftir því að fram fari umræða hér á landi um stöðu barna sem leita til landsins sem hælisleitendur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira