Innlent

Íslandsþáttur Mörthu Stewart sýndur í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsetafrúin í þætti Martha Stewart.
Forsetafrúin í þætti Martha Stewart. mynd/ Rob Tannenbaum
Dorrit Mousieff verður í sjónvarpsþætti Mörthu Stewart sem sýndur verður í Bandaríkjunum í dag. Í þættinum verður ítarlega fjallað um Ísland, meðal annars ferðaþjónustu, hönnun, hollustu, íslenska hestinn og mat. Þættirnir, sem eru afar vinsælir í Bandaríkjunum, eru einnig sýndir í yfir 50 löndum.

Samkvæmt upplýsingum á vef forsetaembættisins var kynningin á Íslandi unnin í samvinnu við Hlyn Guðjónsson, ræðismann Íslands í New York og viðskiptafulltrúa í Bandaríkjunum, og fjölmarga aðra íslenska aðila. Þeirra á meðal er Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumann á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu, sem kemur fram í þættinum. Þá ríða Dorrit Moussaieff og Martha Stewart á tveimur íslenskum gæðingum inn í sjónvarpssalinn. Hestarnir eru eign bandarískrar ræktunarkonu sem sérhæfir sig í íslenskum hestum og lýsir hún eiginleikum þeirra.

Martha Stewart og Dorrit eru vinkonur til margra ára. Martha kom meðal annars til Íslands árið 2008 í boði Dorritar. Við það tilefni hældi hún mikið íslenska hestinum.

Hér
má sjá kynningu á þættinum og hér má sjá tilkynningu frá forsetaembættinu um þáttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×