Kisur eru næstum fullkomnar Sara skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Björn Þór Björnsson, eða Bobby Breiðholt eins og hann er betur þekktur, stofnaði hópinn Kat Junkies fyrir aðdáendur katta.fréttablaðið/gva Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“ Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Björn Þór Björnsson stofnaði hóp á Facebook þar sem aðdáendur katta geta deilt myndum og myndböndum. „Það lífgar upp á daginn að geta skoðað myndir af köttum reglulega og það er alls kyns fólk sem sameinast þarna í kisuskapnum,“ segir Björn Þór Björnsson sem stofnaði hópinn Kat Junkies á Facebook. Þar deilir fólk myndum og myndböndum af köttum. Björn Þór, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, segir sig og vini sína vera mikla kattaaðdáendur sem hafi lengi stundað það að senda hver öðrum skemmtilegar myndir af köttum. „Við vinirnir eru allir kattasjúkir lúðar og höfum lengi stundað það að senda á milli kisumyndir í tölvupósti. Mér fannst sniðugra að búa til hóp á Facebook fyrir alla til að njóta og deila. Fyrst voru þetta bara við félagarnir en svo hefur hópurinn stækkað og telur nú um 44 manns. Flestir eru mjög virkir og fólk er duglegt að birta myndir, líka við hitt og þetta og „kommenta“. Það er mikil og einlæg ást á köttum sem á sér stað þarna.“ Sjálfur á Björn köttinn Músa sem gengur einnig undir nöfnunum Spikulás og Digurjón og kveðst Björn gjarnan deila myndum af kettinum með fólki. Inntur eftir því hvað í fari katta heilli hann svo, er hann fljótur til svars: „Kettir eru svo miklir karakterar og gera oft algjöra vitleysu, eins og að stökkva ofan í pappakassa, og það er gaman að fylgjast með þeim.“ Honum finnst gagnrýnin sem kettir fá gjarnan óréttmæt. „Þetta eru bara dýr, þeir eru ekki að æða inn um glugga eða róta í beðum til að pirra neinn. Það er enginn fullkominn, þó kettir komist næst því.“
Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira