Háhýsið var sagt glapræði Svavar Hávarðsson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Turninn við Höfðatorg var tekinn í notkun í ágúst 2009. Vísir/Anton Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Varað var við byggingu háhýsa við Höfðatorg á þeim tíma sem skipulagstillögur svæðisins lágu fyrir árið 2007. Ástæðan var hætta á sterkum vindhviðum sem gætu myndast við vissar veðuraðstæður. Hrakspárnar gengu eftir þegar gríðarlegir vindstrengir mynduðust við Höfðatorg í illviðrinu í gær. Fólk fauk í orðsins fyllstu merkingu þegar það gekk inn í vindstrengina við turninn. Tveir voru fluttir á slysadeild. Magnús Jónsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, var einn þeirra sem gagnrýndu byggingu háhýsa við Höfðatorg á sínum tíma. „Það lá alltaf fyrir að þetta væri algjört glapræði. Þetta er gott dæmi um hvernig á ekki að standa að verki í tilliti til byggingar háhýsa og veðurs á Íslandi,“ segir Magnús. Magnús segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni úr ýmsum áttum virðist ekkert hafa verið á það hlustað þegar ákveðið var að byggja við Höfðatorg. „Háhýsi á þessum stað, svo stutt frá sjó, er veðurfræðilegt skaðræði. Það er eins og menn hafi ekkert hugsað um veður þegar ákveðið var að byggja þetta hús.“Við Höfðatún í Reykjavík um hádegi í gær.Vísir/PjeturMagnús útskýrir að svo hátt hús sem turninn við Höfðatorg er taki á sig mun sterkari vind en er við jörð og beini honum niður á við. „Þessum vindi slær niður í alls konar sveipum og sviptivindum. Þetta er dæmi um það allra versta sem maður hefur séð í tilliti til hönnunar og tillitsleysis til veðurs.“ Fram kom í fjölmiðlum þegar skipulag Höfðatorgs lá fyrir að sérstaklega hefði verið haft í huga hvaða áhrif byggingarnar hefðu á veðurlag á svæðinu. Í því augnamiði var líkan af hverfinu sent til sérfræðistofnunar í Bretlandi. Þar var líkanið sett í vindgöng til að meta samhengi bygginganna og veðurs.Pálmar Kristmundsson hjá PK Arkitektum, aðalhönnuður Höfðatorgs, segir að umrædd stofnun annist rannsóknir af þessu tagi vegna bygginga um allan heim. Þeirra niðurstaða hafi verið að byggingarnar við Höfðatún væru innan allra marka sem miðað væri við fyrir framkvæmdir við byggðakjarna eins og við Höfðatorg. „En ég veit ekki hverjar aðstæðurnar eru þarna núna [í gær] og hvort veðurhæðin er meiri en prófað var í líkaninu á sínum tíma,“ segir Pálmar, sem þekkir umræðuna um hættu á vindhviðum við Höfðatorg vel og segir hana hafa verið ástæðuna fyrir því að þetta var kannað sérstaklega. Ástandinu sem skapaðist við Höfðatorgið í gær var lýst sem skelfilegu. „Þarna er fólk að slasa sig og ástandið er bara alveg galið í kringum þetta hús,“ sagði Pjetur Sigurðsson ljósmyndari um ástandið í viðtali við fréttavef Vísis í gær.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira