Á köldu kvöldi sem þessu þegar vindar þjóða er fátt meira notalegt en að hlýja sér undir teppi og gæða sér á ljúfum súkkulaðibolla.
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að heitu súkkulaði fyrir ca 4 – 5;
175 g suðusúkkulaði
2 dl vatn
1 l mjólk
0,25 gr salt
Hitið vatnið og látið súkkulaðið bráðna í því. Hrærið í á meðan. Bætið mjólkinni út í og hitið að suðu. Saltið að síðustu.
Bætið rjóma út í súkkulaðið, súkkulaðispæni eða jafnvel sykurpúðum.
Njótið vel!