Vilja að Ríkisendurskoðandi rannsaki Eir Andri Ólafsson skrifar 2. nóvember 2012 21:42 Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir. Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Stjórn Hjúkrunarheimilisins Eirar hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun rannsaki ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur frammi fyrir. Ársreikningar sem fréttastofa hefur undir höndum draga upp dökka mynd af fjárhagnum. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er staðan á Eir hjúkrunarheimilinu afar slæm. Félagið er í raun í greiðslustöðvun, er hætt að borga af lánum og skuldbindingum. Sem eru alls um átta milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 tapaði Eir 614 milljónum það ár og 335 milljónum árið á undan. Það þýðir að hjúkrunarheimilið, sem er sjálfseignarstofnun, hefur tapað 949 milljónum á aðeins tveimur árum. Nú er svo komið að eigið fé er neikvætt um 385 milljónir og Eir í raun tæknilega gjaldþrota. Eins og fram kom í gær hefur stjórnin falið KPMG og Lex lögmönnum að reyna að bjarga félaginu. Helgi Jóhannesson lögmaður sagði í fréttum okkar í gær að verið væri að reyna að ná samningum við kröfuhafa og tryggja að reksturinn haldist áfram óbreyttur. Stóra málið í þessu öllu saman er hins vegar þetta: Eir skuldar gamla fólkinu sem býr í öryggisíbúðum á vegum félagsins tvo milljarða króna. Þetta eru peningar sem einstaklingar lögðu inn í félagið í skiptum fyrir íbúðarétt og eiga rétt á að fá til baka þegar samningi er slitið, meðal annars við andlát. Þessir peningar eru eins og staðan er núna ekki til. Þeir eru búnir, hafa brunnið upp í tapi undanfarna ára. Og þeir koma ekki aftur nema það takist að bjarga hjúkrunarheimilinu Eir. Lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður eiga veð í fasteignum Eirar fyrir öllum þeim kröfum sem þeir eiga á Eir. En gamla fólkið á engin veð fyrir inneignum sínum. Stjórn Eirar eru nú að kynna þessa stöðu fyrir starfsfólki, stjórnendum og ekki síst gamla fólkinu sem á nú á hættu á glata ævisparnaðinum. Stjórnin hefur einnig fengið lögmann til að annast hagsmunagæslu fyrir þetta fólk og ætlar að funda með þeim öllum strax eftir helgi. Í ljósi alvarleika málsins hefur stjórnin líka beðið Ríkisendurskoðun að rannsaka sérstaklega ástæðurnar fyrir þeim fjárhagsvanda sem Eir stendur nú frammi fyrir.
Tengdar fréttir Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Alvarlegir fjárhagserfiðleikar hjá Eir Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda. Stjórn þess hefur fengið utanaðkomandi sérfræðinga til þess að fara yfir reksturinn og leggja fram tillögur til að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot. 1. nóvember 2012 18:31