Rúmar tvo tónleikagesti í senn 18. október 2012 00:01 Íslandsstofa og Inspired by Iceland bjóða upp á minnsti utandagskrár tónleikastað Iceland Airwaves. Guðrún Birna Jörgensen er verkefnastjóri verkefnisins. „Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira